Innlent

Kýldur í andlitið fyrir utan Prikið

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Nítján ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að kýla 22 ára mann einu hnefahöggi í andlitið fyrir utan skemmtistaðinn Prikið þann 10. september á síðasta ári.

Þolandinn hlaut kjálkabrot auk þess sem tennur brotnuðu. Hann krefst skaðabóta að upphæð 720 þúsund krónur. Þá gæti árásarmaðurinn átt allt að þriggja ára fangelsisdóm yfir höfði sér, samkvæmt hegningarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×