Innlent

Logandi rafmagnskapall við leikskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Selásskóla í Árbænum laust eftir klukkan tíu í kvöld. Þar stóð rafmagnskapall upp úr jörðinni og var byrjað að loga í honum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru framkvæmdir í gangi á svæðinu og lá kapallinn ofan jarðar. Straumur var á kaplinum og hafði kveiknað í honum. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn og þá komu starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og gengu frá kaplinum á réttan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×