Innlent

Aftanákeyrsla á Reykjanesbraut

Tveir jeppar lentu í árekstri á Reykjanesbraut við Sprengisand um fimmleytið í dag. Ökumaður annars jeppans slasaðist lítillega að sögn lögreglu en hinn slapp ómeiddur. Til mikilla umferðartafa kom vegna slyssins.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu keyrði annar jeppinn aftan á hinn. Báðir bílarnir voru óökuhæfir eftir áreksturinn og voru fjarlægðir með kranabíl. Ökumaður jeppans sem keyrði aftaná fékk smá hnykk og var sendur á slysadeild. Hinn slapp ómeiddur.

Á sama tíma varð minniháttar árekstur á Bústaðavegi þar skammt frá. Því urðu miklar tafir á umferð á meðan unnið var á slysastöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×