Innlent

Þrír ökumenn teknir fyrir hraðakstur við skóla í Reykjanesbæ

Þrír ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgðar í dag fyrir að keyra of hratt í námunda við skóla í Reyjanesbæ. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum voru ökumennirnir þrír allir teknar á um 66 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum fá ökumennirnir þrír sekt upp á rúmar 37 þúsund krónur auk þess að missa ökuskírteini í þrjá mánuði.

Lögreglan hefur á undanförnum dögum haft sérstakt eftirlit í kringum skóla í Reykjanesbæ. Í gær var einn ökumaður sviptur ökuleyfi til bráðabirgðar en sá ók á 72 kílómetra hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×