Innlent

Þótti réttast að draga sig til baka frá Bagdad en fjölga friðargæsluliðum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. MYND/365

Ákvörðun utanríkisráðuneytisins um að draga íslenskan friðagæsluliða frá Bagdad í Írak kom í kjölfar vettvangsúttektar sem gerð var í maí síðastliðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Samkvæmt úttektinni var ekki ráðlagt að hafa aðeins einn starfsmanna í Bagdad heldur væri nauðsynlegt að fjölga fulltrúum eða draga sig út úr verkefninu.

Fram kemur í tilkynningu ráðuneytis að eftir sem áður mun Ísland taka þátt í mannúðar- og uppbyggingarstarfi í Írak. Hefur ráðherra í því skyni ákveðið að styrkja verkefni á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins um málefni íraksra flóttamanna. Ákveðið hefur verið að leggja 10 milljónir króna til sameiginlegt átaks Flóttamannastofunarinnar og UNICEF. Þá hefur Alþjóða Rauða krossinum verið veitt 7 milljóna króna viðbótarframlega vegna síversnandi aðstæðna óbreyttra borgara í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×