Innlent

Nýta má skattlagningu og gjaldtöku betur til að vinna gegn loftlagsbreytingum

Kristján L. Möller samgönguráðherra sótti í gær árlegan sumarfund samgönguráðherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Fundurinn var haldinn í Finnlandi og eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins ræddu ráðherrarnir meðal annars um loftslagsbreytingar og stefnu í samgöngu- og flutningamálum.

Ráðherrarnir telja að meðal aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum sé að nýta betur hvers kyns umferðarstjórnunarkerfi og hvetja þeir einnig til vistaksturs. Einnig voru þeir sammála um að nýta mætti betur skattlagningu og gjaldtöku á þessum sviðum. Hins vegar sé það langtímaverkefni að vinna að framgangi annarra orkugjafa en olíu í samgöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×