Innlent

Ekkert flogið til Eyja

MYND/EOL

Mjög slæmt skyggni hefur verið í Vestmannaeyjum í allan dag og af þeim sökum hefur þurft að fresta flugi þangað. Fyrsta vélin, sem átti að fara í loftið klukkan níu í morgun hefur enn ekki lagt af stað. Sama er að segja um vélina sem átti að leggja af stað klukkan fjögur.

Stefnt er að því að reyna að koma vélunum í loftið klukkan fimm, en óvíst er hvort af því verði. Skyggnið í Vestmannaeyjum í dag mun vera um 200 metrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×