Íslenski boltinn

Fylkir sendi ÍR í botnsætið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valur fór illa með Fjölni í Grafarvoginum.
Valur fór illa með Fjölni í Grafarvoginum.

Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir og ÍR áttust við í sannkölluðum botnbaráttuslag þar sem Fylkir vann 4-1 sigur. Með þessum úrslitum datt ÍR í botnsætið en aðeins eitt lið fellur úr deildinni.

Fylkir hefur níu stig en Þór/KA og ÍR eru bæði með sjö stig, Þór/KA með betri markatölu. Öll liðin hafa leikið þrettán leiki. Þess má getast að Þór/KA og ÍR mætast á Akureyrarvelli þann 13. september.

Valur endurheimti efsta sætið í deildinni sem KR hafði haft í sólarhring. Liðið vann 11-0 sigur á Fjölni á útivelli. Valur og KR hafa bæði 37 stig en Valur er með mun betra markahlutfall og því í efsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×