Innlent

Danskir hermenn í hálendisferð

Farartæki Danana eru af stærri gerðinni.
Farartæki Danana eru af stærri gerðinni.

Hópur danskra hermanna kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Þeir flytja með sér vígalega herjeppa sem þeir ætla að spreyta sig á í óbyggðum á hálendi landsins næsta hálfa mánuðinn.

Þeir munu njóta leiðsagnar íslenskra leiðsögumanna og því mun íslenskri náttúru vonandi ekki stafa mikil hætta af tryllitækjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×