Íslensk rannsókn á sýklalyfjanotkun vekur athygli 4. september 2007 11:04 MYND/Pjetur Um þriðjungur íslenskra barna ber bakteríur serm eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og geta auðveldlega smitast á milli þeirra, til dæmis á leikskólum. Þá fær þriðja hvert barn hljóðhimnurör á Íslandi í tengslum við eyrabólgu sem er algengasti sjúkdómur íslenskra barna.Þetta er meðal þess sem fram kemur í doktorsritgerð Vilhjálms Ara Arasonar heimilislæknis en fjallað er um hana í ágústhefti vísindatímarits háls- nef- og eyrnalækna í Bandaríkjunum Otolaryngology - Head and Neck Surgery. Vilhjálmur rannsakaði afleiðingar mikillar sýklalyfjanotkunar hér á landi í tengslum við eyrnabólgu barna og komst að því að mun meira er notað af sýklalyfjum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Jafnframt komst hann að því að vísbendingar séu um að sýklalyf geti aukið hættu á endurteknum eyrnabólgum og aukið þörfina á hljóðhimnurörum en oft sé óþarft að nota lyfin.Tímaskortur foreldra, skortur á fræðslu og mikið vinnuálag eru líklegustu skýringarnar á tíðari sýklalyfjaávísunum hér á landi en annars staðar og segir í ritgerðinni að foreldrar þurfi að fá betri fræðslu og eftirfylgni hjá heilsugæslunni í stað sýklalyfja af minnsta tilefni á skyndivöktum.Sýklalyfjaónæmi vaxandi vandamál í heiminumBent er á að sýklalyfjaónæmi sé vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum og hefur Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreint vandann sem eina af mestu heilbrigðisógnum framtíðar. Alvarlegasta ógnin sé þegar sýklalyfin hætti að virka á alvarlegar sýkingar. Á Íslandi eins og víða annars staðar þurfa börn stundum að leggjast inn á sjúkrahús til sértækar sýklalyfjameðferðar í æð þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur til að ráða niðurlögum sýkinga.Vakin er athygli á því í doktorstritgerðinni í tímaritinu og bent á hvað aðrar þjóðir geti lært af reynslu Íslendinga.Greinina í tímaritinu má lesa hér að neðan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Um þriðjungur íslenskra barna ber bakteríur serm eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og geta auðveldlega smitast á milli þeirra, til dæmis á leikskólum. Þá fær þriðja hvert barn hljóðhimnurör á Íslandi í tengslum við eyrabólgu sem er algengasti sjúkdómur íslenskra barna.Þetta er meðal þess sem fram kemur í doktorsritgerð Vilhjálms Ara Arasonar heimilislæknis en fjallað er um hana í ágústhefti vísindatímarits háls- nef- og eyrnalækna í Bandaríkjunum Otolaryngology - Head and Neck Surgery. Vilhjálmur rannsakaði afleiðingar mikillar sýklalyfjanotkunar hér á landi í tengslum við eyrnabólgu barna og komst að því að mun meira er notað af sýklalyfjum á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Jafnframt komst hann að því að vísbendingar séu um að sýklalyf geti aukið hættu á endurteknum eyrnabólgum og aukið þörfina á hljóðhimnurörum en oft sé óþarft að nota lyfin.Tímaskortur foreldra, skortur á fræðslu og mikið vinnuálag eru líklegustu skýringarnar á tíðari sýklalyfjaávísunum hér á landi en annars staðar og segir í ritgerðinni að foreldrar þurfi að fá betri fræðslu og eftirfylgni hjá heilsugæslunni í stað sýklalyfja af minnsta tilefni á skyndivöktum.Sýklalyfjaónæmi vaxandi vandamál í heiminumBent er á að sýklalyfjaónæmi sé vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum og hefur Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreint vandann sem eina af mestu heilbrigðisógnum framtíðar. Alvarlegasta ógnin sé þegar sýklalyfin hætti að virka á alvarlegar sýkingar. Á Íslandi eins og víða annars staðar þurfa börn stundum að leggjast inn á sjúkrahús til sértækar sýklalyfjameðferðar í æð þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur til að ráða niðurlögum sýkinga.Vakin er athygli á því í doktorstritgerðinni í tímaritinu og bent á hvað aðrar þjóðir geti lært af reynslu Íslendinga.Greinina í tímaritinu má lesa hér að neðan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira