Innlent

Aukinn bílainnflutningur í júlí

Innflutningur á bílum jókst um 80 prósent í júlí síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra og mikil aukning varð líka á innflutningi varanlegra neysluvara á borð við raftæki til heimilisnota. Þriðjungs samdráttur varð hinsvegar á innflutningi fjárfestingarvara. Þrátt fyrir það varð vöruskiptahallinn hátt í 15 milljarðar króna í júlí, sem er mesti halli í einum mánuði það sem af er árinu. Talið er að sterk staða krónunnar skýri mikinn bíla- og raftækjainnflutning.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×