Íslenski boltinn

Heil umferð í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar

Í kvöld verða allir fimm leikirnir í 14. umferð Landsbankadeildar karla á dagskrá. Fjórir leikir hefjast klukkan 18 en þar á meðal er viðureign Fylkis og FH sem verður í beinni á Sýn. Klukkan 20:00 mætast Fram og HK á Laugardalsvelli.

Valur getur komist í efsta sæti deildarinnar ef liðið vinnur sigur í Keflavík og Fylkismenn ná að leggja FH. Þá er spennan á botninum mikil en Fram er sem stendur í neðsta sæti með níu stig, stigi minna en KR og þremur stigum á eftir Víkingum.

Leikir kvöldsins:

18:00 Keflavík - Valur

18:00 KR - ÍA

18:00 Breiðablik - Víkingur

18:00 Fylkir - FH

20:00 Fram - HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×