Innlent

Tók fyrstu skóflustungu að vatnsverksmiðju við Þorlákshöfn

Fyrsta skóflustungan að nýrri vatnsverksmiðju við Þorlákshöfn var tekin nú rétt fyrir hádegið. Það var Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem tók skóflustunguna.

Verksmiðja verður 6600 fermetrar að stærð og er áætlað að hún verði tekin til starfa næsta sumar. Búist er við að þrjátíu og fimm til fjörtíu manns vinni í átöppunarverksmiðjunni þegar hún verður komin í fullan rekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×