Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. ágúst 2007 18:30 Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira