Innlent

Hugmynd Björns ekki framkvæmanleg

Rekstrarstjóri Sólon er ekki hrifinn af hugmynd Björns Bjarnasonar.
Rekstrarstjóri Sólon er ekki hrifinn af hugmynd Björns Bjarnasonar. Mynd/Pjetur Sigurðsson

Ívar Agnarsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Sólon í Bankastræti, gefur ekki mikið fyrir þær hugmyndir Björns Bjarnasonar ráðherra að taka sér aðgerðir Akureyringa um verslunarmannahelgina til fyrirmyndar í viðleitni við að draga úr óreglu og ólátum í miðborginni um helgar eins og hann orðar það á heimasíðu sinni.

Þar var fólki á aldrinum 18 til 23 ára meinaður aðgangur að tjaldstæðum bæjarins með þeim árangri að allt skemmtanahald var mun róelgra heldur en undanfarin ár.

Eins og Vísir greindi frá áðan skrifaði Björn bloggfærslu á heimasíðu sína bjorn.is í dag þar sem hann reifar þessar hugmyndir sínar.

Á Sólon er 22 ára aldurstakmark en Ívar segir að flestir gesta staðarins séu rétt yfir þeim aldri. "Hvernig ætlar maðurinn að gera þetta? Ætlar hann að girða 101 af um helgar? Þetta er bara ekki framkvæmanlegt og í raun ótrúlegt að honum skuli detta þetta í hug," segir Ívar í samtali við Vísi.

Ívar segir það sína skoðun að ofbeldi í bænum hafi ekki aukist á undanförnum árum. "Það ber meira á þessu en ég held að það séu til aðrar lausnir. Það loka til að mynda allir staðir ofan við Lækjargötu á sama tíma og þá safnast oft mikill mannfjöldi saman til að mynda fyrir framan Sólon og stundum vil bregða við að til ryskinga komi. Ef lögreglan myndi vakta þetta svæði í kringum lokunartíma er ég viss um fólk myndi haga sér betur," segir Ívar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×