Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti aukast um þriðjung 30. júlí 2007 11:55 Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. Næstu mánaðamót eru óvissumánaðamót hjá mörgum. Þá kemur í ljós hvað og hvort eitthvað dettur inn á bankareiknginn af barnabótum, vaxtabótum eða ofgreiddum sköttum. En strax í dag klukkan fjögur getur fólk nálgast álagningarseðil ársins á heimasíðu skattsins, skattur.is. Álagningarseðlarnir verða bornir út á morgun til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír. Samkvæmt tölum frá Fjármálaráðuneytinu hefur framteljendum aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára, eða um rösklega 12.500 manns. Samtals greiða tæplega 254 þúsund einstaklingar skatta á þessu ári. Alls fær hið opinbera 185,5 milljarða í kassann, þar af fara rífir 87 milljarðar til sveitarfélaganna. Niðurstaðan er að mestu leyti eins og við var búist nema áætlaður fjármagnstekjuskattur sem hækkar um tæplega 34%, nemur nú 16,3 milljörðum króna, og er greiddur af níutíu og þremur þúsund einstaklingum. Það þýðir að yfir þriðjungur skattgreiðenda borgar fjármagnstekjuskatt. Um helmingur af fjármagnstekjunum kemur af söluhagnaði. Þá vaxa eignir heimilanna um 15% en skuldir um liðlega 21%. Útgreiddar barnabætur vaxa um 1,4 milljarða miðað við í fyrra og þeim sem njóta bótanna fjölgar um tæp 15 prósent. Um fimmtíuþúsund manns fá svo vaxtabætur um mánaðamótin og eru meðalbætur 106 þúsund krónur. Fréttir Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. Næstu mánaðamót eru óvissumánaðamót hjá mörgum. Þá kemur í ljós hvað og hvort eitthvað dettur inn á bankareiknginn af barnabótum, vaxtabótum eða ofgreiddum sköttum. En strax í dag klukkan fjögur getur fólk nálgast álagningarseðil ársins á heimasíðu skattsins, skattur.is. Álagningarseðlarnir verða bornir út á morgun til þeirra sem ekki afþökkuðu álagningarseðla á pappír. Samkvæmt tölum frá Fjármálaráðuneytinu hefur framteljendum aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára, eða um rösklega 12.500 manns. Samtals greiða tæplega 254 þúsund einstaklingar skatta á þessu ári. Alls fær hið opinbera 185,5 milljarða í kassann, þar af fara rífir 87 milljarðar til sveitarfélaganna. Niðurstaðan er að mestu leyti eins og við var búist nema áætlaður fjármagnstekjuskattur sem hækkar um tæplega 34%, nemur nú 16,3 milljörðum króna, og er greiddur af níutíu og þremur þúsund einstaklingum. Það þýðir að yfir þriðjungur skattgreiðenda borgar fjármagnstekjuskatt. Um helmingur af fjármagnstekjunum kemur af söluhagnaði. Þá vaxa eignir heimilanna um 15% en skuldir um liðlega 21%. Útgreiddar barnabætur vaxa um 1,4 milljarða miðað við í fyrra og þeim sem njóta bótanna fjölgar um tæp 15 prósent. Um fimmtíuþúsund manns fá svo vaxtabætur um mánaðamótin og eru meðalbætur 106 þúsund krónur.
Fréttir Innlent Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira