Innlent

Alvarleg líkamsárás á Sæbraut

Mjög alvarleg líkamsárás átti sér stað rétt fyrir hádegi við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Einn maður hefur verið fluttur á slysadeild og óstaðfestar heimildir herma að þetta hafi verið skotárás. Talið er að vettvangur árásarinnar nái einnig til Laugardalslaugarinnar og eru lögregla og sjúkrabílar þar. Hefur inngang laugarinnar veri lokað af. Litlar upplýsingar hafa fengist frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið enn sem komið er.

Að sögn lögreglu var árásin mjög alvarleg. Óstaðfestar heimildir innan lögreglunnar segja að þetta hafi verið skotárás.

Sá sem fyrir árásinni varð var á hvítum Ford Taurus fólksbíl.

Lögreglubíll á leið á vettvang lenti í árekstri
Lögreglan hefur lokað Sæbrautinni að hluta vegna rannsókn málsins. Á myndinni má sjá Tárus fólksbílinn sem fórnarlambið var á.

Þá lenti lögreglubíll sem var á leið á vettvang í árekstri við sendiferðarbifreið á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs. Ökumaður sendibifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árásinni. Þeir sem hafa upplýsingar um árásina eru beðnir um að hringja strax í síma 444-1104

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×