Landhelgisbrjótur á Ísafjarðardjúpi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 20. júní 2007 12:02 Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. Það var um hádegið í gær sem flugvél Landhelgisgæslunnar SYN flaug yfir Ísafjarðardjúp og kom auga á línubát að veiðum í lokuðu hólfi. Skyndilokun hafði verið auglýst í hólfinu 15. júní en það er gert til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Bannið var við línuveiðum út af Deild í mynni Ísafjarðardjúps. Lögregla Vestfjarðar tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Súðavík á fjórða tímanum í gær. Lögreglan lagði þá hald á veiðarfæri og afla, sem var keyrður inn á Ísafjörð. Skiptstjórinn var síðan yfirheyrður á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er búið að taka skýrslu af skipstjóranum og fer málið fljótlega til lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhaldið. Dagmar Sigurðardóttir lögmaður Landhelgisgæslunnar, segir sjaldgæft að menn séu teknir að veiðum í hólfum sem Hafrannsóknarstofnun hefur lokað. Þung viðurlög eru við slíkum brotum - ef þau reynast ítrekuð og stórfelld og framin af ásetningi. Ekki er vitað hvort það eigi við í þessu tilviki. Lögin heimila upptöku afla og veiðarfæra við ítrekuðum brotum og sektum allt að átta milljónum króna. Fréttir Innlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. Það var um hádegið í gær sem flugvél Landhelgisgæslunnar SYN flaug yfir Ísafjarðardjúp og kom auga á línubát að veiðum í lokuðu hólfi. Skyndilokun hafði verið auglýst í hólfinu 15. júní en það er gert til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Bannið var við línuveiðum út af Deild í mynni Ísafjarðardjúps. Lögregla Vestfjarðar tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Súðavík á fjórða tímanum í gær. Lögreglan lagði þá hald á veiðarfæri og afla, sem var keyrður inn á Ísafjörð. Skiptstjórinn var síðan yfirheyrður á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er búið að taka skýrslu af skipstjóranum og fer málið fljótlega til lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhaldið. Dagmar Sigurðardóttir lögmaður Landhelgisgæslunnar, segir sjaldgæft að menn séu teknir að veiðum í hólfum sem Hafrannsóknarstofnun hefur lokað. Þung viðurlög eru við slíkum brotum - ef þau reynast ítrekuð og stórfelld og framin af ásetningi. Ekki er vitað hvort það eigi við í þessu tilviki. Lögin heimila upptöku afla og veiðarfæra við ítrekuðum brotum og sektum allt að átta milljónum króna.
Fréttir Innlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira