Bátar í eigu Kambs seldir frá Flateyri 26. maí 2007 18:58 Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum. Allar eigur Kambs ehf. á Flateyri hafa verið til sölu frá því fiskvinnslan var nýlega lögð niður. Í eigu félagsins voru fimm línubátar með hátt í 2700 þorskígildistonn og fiskvinnsluhúsið. Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs segir að samkomulag hafi verið gert um að tveir línubátar með um 1600 þorskígildistonn verði seldir til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Þriðji báturinn var seldur til Dalvíkur en ekki hefur borist tilboð í fiskvinnsluhúsið. Hinrik segir að verið sé að ganga frá sölu síðustu tveggja bátanna til annarra staða á landinu. Miklar áhyggjur eru af atvinnuástandinu á Flateyri eftir að 120 starfsmönnum Kambs var sagt upp störfum. Nýlega var samþykkt á bæjarstjórnarfundi á Ísafirði að gera úttekt á því hvort bæjayfirvöld gætu stofnað almenningshlutafélag sem keypti aflaheimildir til að halda fiskvinnslunni á staðnum. Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segist hlynntur því að gerð verði úttekt en staðreyndin sé sú að tiltölulega lítill afli fáist fyrir mikið fé. Bæjarstjórinn segir einnig að kanna verði hvort skynsamlegra sé að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum fremur en að bæjaryfirvöld kaupi kvóta. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sagðist í hádegisviðtalinu í dag hafa fulla trú á að það takist að bjarga atvvinnulífinu á Flateyri Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Samkomulag er um að tveir bátar í eigu Kambs á Flateyri verði seldir til nærliggjandi plássa á Vestfjörðum. Þeir taka ríflega helming kvótans sem Kambur hafði til umráða. Bæjarstjórn Ísafjarðar ætlar að gera úttekt á því hvort hægt sé að stofna félag sem gæti keypt aflaheimildir í þeim tilgangi að halda fiskvinnslu á staðnum. Allar eigur Kambs ehf. á Flateyri hafa verið til sölu frá því fiskvinnslan var nýlega lögð niður. Í eigu félagsins voru fimm línubátar með hátt í 2700 þorskígildistonn og fiskvinnsluhúsið. Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri Kambs segir að samkomulag hafi verið gert um að tveir línubátar með um 1600 þorskígildistonn verði seldir til Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Þriðji báturinn var seldur til Dalvíkur en ekki hefur borist tilboð í fiskvinnsluhúsið. Hinrik segir að verið sé að ganga frá sölu síðustu tveggja bátanna til annarra staða á landinu. Miklar áhyggjur eru af atvinnuástandinu á Flateyri eftir að 120 starfsmönnum Kambs var sagt upp störfum. Nýlega var samþykkt á bæjarstjórnarfundi á Ísafirði að gera úttekt á því hvort bæjayfirvöld gætu stofnað almenningshlutafélag sem keypti aflaheimildir til að halda fiskvinnslunni á staðnum. Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði segist hlynntur því að gerð verði úttekt en staðreyndin sé sú að tiltölulega lítill afli fáist fyrir mikið fé. Bæjarstjórinn segir einnig að kanna verði hvort skynsamlegra sé að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum fremur en að bæjaryfirvöld kaupi kvóta. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra sagðist í hádegisviðtalinu í dag hafa fulla trú á að það takist að bjarga atvvinnulífinu á Flateyri
Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira