Dýr mundu jakkafötin öll Jónas Haraldsson skrifar 2. maí 2007 09:10 Þessi Hickey Freeman jakkaföt kosta einmitt 1.495 dollara, eða um 96 þúsund íslenskar krónur. MYND/Vísir Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra. Erlent Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Bandarískur dómari hefur krafið fatahreinsun um 67 milljónir dollara, eða um 4,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur vegna þess að hún týndi buxunum hans. Dómarinn, Roy Pearson, segir í dómsskjölum að hann hafi upplifað erfiða tíma vegna þess að fatahreinsunin týndi uppáhalds buxunum hans. Hann ætlaði að vera í þeim á fyrsta degi sínum sem dómari. Nánar tiltekið sagðist Pearson hafa upplifað „andlega angist, óþægindi og erfiðleika hverskonar" af því hann gat ekki verið í uppáhalds jakkafötunum sínum fyrsta daginn í vinnunni. Málsókn Pearsons byggir að mestu á skilti sem hangir í glugga fatahreinsunarinnar en á því stendur „Satisfaction Guaranteed" sem gæti útlagst „Ánægja tryggð." Fjölmiðlar segja réttarhöldin, sem hefjast í júní, hafa umfang lögfræðidrama eftir John Grisham en mikilvægi umferðarsektar. Pearson ætlar sér að kalla til 63 vitni. Sakborningarnir í málinu, Jin og Soo Chung, segja ekkert skondið við þessa málsókn sem hefur kostað þau tugþúsundir dollara í lögfræðikostnað. Þar að auki segjast þau hafa fundið buxurnar umdeildu. Málið má rekja aftur til ársins 2002. Þá fór Pearson með buxur í hreinsun til hjónanna og þær týndust. Þau borguðu honum skaðabætur. Þremur árum seinna fór hann aftur með buxur í hreinsun til þeirra. Og eins og í atriði úr bíómyndinni Groundhog Day týndust buxurnar hans aftur. Í dómsskjölum kemur fram að Pearson hafi mátað fimm Hickey Freeman jakkaföt en buxurnar í þeim öllum hafi verið of þröngar. Hann fór þá með aðrar buxur til fatahreinsunarinnar til þess að láta breyta þeim - en þær týndust líka. Upphófst þá málsóknin mikla. Upphaflega vildi Pearson 1.500 dollara fyrir nýjum jakkafötum. Lögfræðingar fóru í málið og að lokum buðu Chung hjónin 3.000 dollara í skaðabætur. Pearson sagði nei. Þá voru honum boðnir 4.600 dollarar. Enginn samningur. Að lokum buðu þau honum 12.000 dollara. Pearson var ekki á þeim buxunum heldur. Pearson fór þá að grafa í lögfræðibókum og fann ákvæði sem hann telur geta staðið undir málsókninni. Pearson reyndi jafnvel að gera málið að hópmálsókn en komið var í veg fyrir það. Fréttavefur ABC skýrði frá þessu í gær. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér. Þess má til gamans geta að lögfræðideild ABC fréttastofunnar hefur reiknað út að fyrir 67 milljónir dollara gæti Pearson keypt sér 84.115 nýjar buxur en hann segir buxurnar týndu hafa kostað 800 dollara. Ef þeim væri síðan staflað upp yrði staflinn hærri en átta Everest fjöll. Og ef buxurnar yrðu lagðar hlið við hlið myndu þær spanna rúma 77 kílómetra.
Erlent Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent