Messi eða Maradona? (myndband) 19. apríl 2007 13:56 Leo Messi stimplaði sig inn í sögubækur með marki sínu í gærkvöldi AFP Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér. Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira
Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér.
Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjá meira