Birgjar svara fyrir sig 14. mars 2007 18:56 Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. . Fréttir Innlent Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Hækkandi heimsmarkaðsverð, launaskrið, dýrara hráefni og gengishækkanir eru meðal þeirra skýringa sem birgjar gefa á hækkunum frá sér til veitinga- og kaffihúsa. Veitingamenn hafa verið gagnrýndir fyrir að lækka ekki matarverð en þeir hafa aftur bent á birgjana. Hundruð ábendinga hafa borist Neytendastofu um að veitingastaðir og mötuneyti hafi ekki lækkað verð eftir skattalagabreytingarnar fyrsta mars. Sumir veitingamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki lækka. Svigrúmið sé ekkert vegna hækkana hjá birgjum. Fréttastofa hafði samband við ýmsa birgja og veitingamenn í dag. Stærsti innflytjandi grænmetis og ávaxta til landsins, Bananar ehf., sem selur til fjölda veitingastaða, neitar því að verð hjá þeim hafi hækkað á árinu. Örvar Karlsson, sölu- og markaðsstjóri Banana, segir álagningu fyrirtækisins ekki hafa hækkað. "En aftur á móti á sama tímabili í fyrra hefur tollgengi hækkað um 14% á evru. Þannig að við erum að gera betri innkaup, betri magninnkaup og erum að selja meira. En álagning Banana hefur ekki hækkað." Um tugur veitinga- og kaffihúsa kaupir kaffi frá Kaffitári. En af hverju hækkaði kaffi frá þeim um 4,8% í janúar? "Það var vegna almennra kauphækkana í landinu og svo út af hækkun á kaffiverði," segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Heimsmarkaðsverð á kaffi tók að stíga í október og náði hámarki um áramótin. Aðalheiður segir að megnið af því kaffi sem fyrirtækið kaupi sé einmitt keypt í desember. Kaffitár kaupir mikið frá Mið-Ameríku, segir Aðalheiður, og uppskerurnar þar eru að koma í hús í desember og um þá er Kaffitár að gera framvirka samninga beint við bændur til nokkurra ára. Aðalheiður segir einnig nokkuð launaskrið hafa orðið vegna þess að erfitt hafi verið að fá starfsfólk. Rétt er að taka fram að verð á kaffihúsum Kaffitárs lækkaði að meðaltali um fjórtán prósent þann fyrsta mars. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur verð á kjöti frá birgjum til veitingastaða hækkað um allt að 20 prósent frá miðju síðasta ári. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum sagði í samtali við fréttastofu í dag að nautakjöt frá sláturhúsum hefði hækkað um 7-8 prósent frá því í september. Ferskar kjötvörur hefði ekki skilað því út í verð til veitingastaða fyrr en fjórum mánuðum síðar og var þá hækkað um 5-6 prósent. Þá hafi svínakjöt hækkað í janúar vegna launahækkana og dýrari aðfanga. Leifur segir að síðastliðið hálft annað ár hafi verðstríð geisað milli sláturleyfishafa og kjötskorturinn hafi hækkað mjög verð, meðal annars á nautakjöti. Hækkanir sem kjötvinnslurnar hafi tekið á sig að hluta. .
Fréttir Innlent Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira