Fótbolti

Úrslitakeppnin á Wembley

Fólk mætir á Wembley þegar England og Ítalía áttust við í vináttuleik undir 21 árs landsliða þann 24. mars.
Fólk mætir á Wembley þegar England og Ítalía áttust við í vináttuleik undir 21 árs landsliða þann 24. mars.

Lokaleikirnir í úrslitakeppni ensku deildanna í knattspyrnu fara fram á hinum nýja og endurbætta Wembley leikvangi.

Þetta var tilkynnt þegar Wembley fékk öryggisvottorð eftir tvo vel heppnaða upphitunarleiki á vellinum. Það kostaði rúma 103 miljarða króna að reisa hinn nýja Wembley.

Þau lið sem vinna sér sæti í útsláttakeppni um laust sæti í úrvalsdeild, fyrstu deild og annarri deild keppa því einnig að því að leika á Wembley. Það er draumur margra knattspyrnumanna að fá að stíga inn á þennan sögufræga leikvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×