Fótbolti

Beckham boðar betri tíð

David Beckham og kona hans Viktoría mættu á hátíðina í sínu fínasta pússi.
David Beckham og kona hans Viktoría mættu á hátíðina í sínu fínasta pússi.

David Beckham fyrrum fyrirliði enska landsliðsins segir að enska liðið eigi eftir að bæta leik sinn. Hann spáir því að liðið nái að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss og Austurríki 2008.

Þetta sagði Beckham þegar hann var staddur á verðlaunaafhendingu íþróttaiðnaðarins í London. Hann fékk verðlaun fyrir framúrskarandi framlag sitt til breskra íþrótta.

„Það verður mjög erfitt að tryggja þátttöku en ég stend 100% á bakvið strákana," sagði Beckham sem hlaut dynjandi lófaklapp á hátíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×