Fótbolti

Versta starf í heimi

NordicPhotos/GettyImages

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield United, segir að staða landsliðsþjálfara Englands sé versta starf í knattspyrnuheiminum. Þetta sagði hann eftir að stuðningsmenn og ensku blöðin úthúðuðu Steve McClaren eftir sigur Englendinga á Andorra í gær.

"Ég myndi ekki mæla með því við nokkurn mann að taka við enska landsliðinu. Það er þekkt að landsliðsþjálfarinn sé undir pressu en mér fannst fólk fara yfir strikið í síðustu viku. Ég skil hinsvegar ekki hvernig nokkur maður getur hugsað sér að taka við enska landsliðinu - því það er vanþakklátasta staðan í knattspyrnuheiminum," sagði Warnock og bætti við að eina leiðin til að styrkja enska landsliðið væri að skrúfa fyrir straum erlendra leikmanna í deildirnar á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×