Erlent

Enn allt með kyrrum kjörum í Kaupmannahöfn

Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í dag
Mótmæli hafa farið friðsamlega fram í dag Mynd/Politiken

Enn er allt með kyrrum kjörum á Norðurbrú í Kaupmannahöfn og svo virðist sem ekki muni koma til álíka átaka og undanfarna tvo daga. Mótmælendur komu sínum skilaboðum á framfæri með yfirveguðum hætti í dag en mótmælagöngu lauk í Norrebroparken undir kvöld án þess að til ryskinga kæmi. Lögregla hefur þó enn hámarksviðbúnað, skyldi sverfa til stáls.

Tveir sjúkraliðar voru fyrir handvömm lögreglu handteknir í gær þar sem þeir voru að aðstoða einn mótmælanda sem hafði slasast í átökunum. Þeir voru handteknir fyrir að hlýða ekki tilmælum lögreglu um að færa sig. Sjúkraliðar starfa fyrir samtök sem aðstoða götufólk og segir lögmaður samtakanna að þau munu leita réttar gagnvart lögreglu í þessu tilviki, að það sé mjög alvarlegt mál ef fólk er handtekið fyrir að hjálpa slösuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×