Erlent

Týndir ferðamenn komnir í leitirnar

AP
Hópur ferðamanna sem hefur verið týndur síðan á fimmtudag í Eþíópíu er kominn í leitirnar. Hópurinn hafði samband við ferðaskrifstofu sína nú í kvöld. Búist er við því að hópurinn komi til höfuðborgarinnar Addis Ababa á morgun. Ekki er vitað enn hvað fólkið hefur verið að bardúsa en óttast var að uppreisnarmenn frá Erítreu hefðu rænt þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×