Fótbolti

Howard gagnrýnir Ferguson

MYND/AP

Tim Howard, markvörður Everton, hefur opinberlega gagnrýnt fyrrum stjóra sinn Alex Ferguson fyrir stjórnarhætti sína. Howard var aðalmarkvörður Man. Utd. en féll í ónáð eftir að hafa átt nokkra slæma leiki.

„Ef þú fylgist með boltanum sérðu alveg að ekki standa allir markmenn sig vel í hverjum einasta leik. Það þýðir samt ekki að menn séu settir út í kuldann strax á eftir. Þegar leiknir eru kannski 40 leikir er það eðlilegt að maður eigi slæman dag af og til" sagði Howard. Einnig fannst honum að Ferguson hafi staðið sig illa gagnvart Roy Carroll en báðir duttu út úr liðinu ef þeir stóðu sig ekki nógu vel.

Howard segist vera mjög ánægður með dvöl sína hjá Everton og hann stefnir á markmannsstöðuna hjá landsliði sínu og hjálpa þeim að komast á HM í Suður-Afríku 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×