Fótbolti

Ívar spilað allar mínúturnar með Reading

Getty Images

Ívar Ingimarsson, miðvörður Reading, er einn af einungis 11 leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem leikið hefur allar mínúturnar af öllum leikjum, en 27 umferðum er nú lokið.

Reading hefur komið skemmtilega á óvart í vetur en þeir standa sig langbest hvað nýliða varðar í deildinni og hefur Ívar ítrekað hlotið mikið hrós frá sparksérfræðingum hvarvetna. Sem stendur eru þeir í sjötta sæti deildarinnar og geta komist í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar sigri þeir Manchester United á heimavelli sínum nk. þriðjudagskvöld.

Hinir tíu leikmennirnir sem leikið hafa allar mínúturnar eru:

Jussi Jaaskelainen - Bolton, Michael Essien - Chelsea, Frank Lampard - Chelsea, Joseph Yobo - Everton, Liam Rosenior - Fulham, José Reina - Liverpool, David James - Portsmouth, Marcus Hahnemann - Reading, Phil Jagielka - Sheffield Ut., Paul Robinson - Tottenham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×