Fótbolti

Pardew myndi verða kurteis

Eggert Magnússon og Alan Pardew skömmu eftir yfirtöku Eggerts og félaga á West Ham í haust.
Eggert Magnússon og Alan Pardew skömmu eftir yfirtöku Eggerts og félaga á West Ham í haust.

Fyrrverandi stjóri West Ham og núverandi stjóri Charlton, Alan Pardew, segir að hann myndi vera kurteis við Eggert Magnússon ef þeir myndu mætast út á götu. Pardew var sem kunnugt er rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri West Ham eftir að Eggert kom til félagsins.

Á laugardaginn mætast þessi tvö Lundúnafélög í sannkölluðum botnbaráttuslag þar sem bæði liðin eru sex stigum frá öruggu sæti. „Ef ég myndi mæta herra Magnússyni myndi ég vera kurteis. Þá er ég samt ekki að meina að ég sé sammála ákvörðun hans um að láta mig fara. Það var alfarið hans ákvörðun og hann verður að lifa með henni," sagði Pardew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×