Fótbolti

Lille kærir mark Man Utd.

Ryan Giggs skorar markið umdeilda í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.
Ryan Giggs skorar markið umdeilda í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. MYND/AP

Franska knattspyrnufélagið Lille hefur kært mark Ryan Giggs í leik Lille og Manchester United í Meistarkeppni Evrópu í fyrrakvöld til UEFA. Giggs skoraði markið beint úr aukaspyrnu án þess að dómarinn hefði flautað til spyrnunnar sérstaklega.

Lille mótmælir þeirri ákvörðun dómarans að hafa látið markið standa. Samkvæmt heimasíðu UEFA verður ákvörðun um málið tekin nk. föstudag. Þegar stendur yfir rannsókn á atviki sem átti sér stað á áhorfendapöllunum snemma leiks þegar hættulegt ástand skapaðist um tíma. Einnig er rannsókn í gangi á því hvers vegna leikmenn Lille litu út fyrir að ætla að ganga af velli eftir að umdeilda markið var látið standa en þetta reyndist eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×