Fótbolti

McClaren: Sóknarleikurinn daufur

NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren sagðist ekki hissa á því að áhorfendur á Old Trafford hefðu baulað á enska landsliðið þegar það gekk af velli eftir 1-0 tap gegn Spánverjum í gærkvöldi. Hann var nokkuð ánægður með frammistöðu nýju mannanna í enska hópnum, en sagði að bitleysi í sóknarleiknum hefði orðið sínum mönnum að falli.

"Maður á nú ekki að vera að afsaka sig, en við vorum án sex eða sjö manna sem hefðu annars verið í byrjunarliðinu. Ég er nokkuð sáttur við varnarleikinn hjá okkur og menn eins og Ben Foster, Jonathan Woodgate og Kieron Dyer stóðu sig ágætlega, en þó við værum sterkir bakatil á vellinum, vantaði okkur bitið í sóknarleikinn, " sagði McClaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×