Fótbolti

Þjóðverjar lögðu Svisslendinga - Ballack meiddist

Ballack átti stóran þátt í fyrsta marki Þjóðverja en þurfti að fara af velli tognaður á læri
Ballack átti stóran þátt í fyrsta marki Þjóðverja en þurfti að fara af velli tognaður á læri AFP

Þjóðverjar lögðu Svisslendinga nokkuð sannfærandi 3-1 í vináttuleik þjóðanna í Dusseldorf í gærkvöld þar sem heimamenn réðu ferðinni frá upphafi til enda. Michael Ballack þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik eftir að hafa tognað á læri, en þó nokkur broddur færi úr sóknarleik Þjóðverja eftir það var sigurinn aldrei í hættu.

Þjóðverjar voru án framherjanna Miroslav klose (meiðsli) og Lukas Podolski (bann) en Kevin Kuranyi var engu að síður fljótur að finna markið í sínum fyrsta leik síðan í lok ársins 2005.

Kevin Kuranyi (8.), Mario Gomez (30.) og Torsten Frings (66.) skoruðu mörk þjóðverja, en Marco Streller (71.) minnkaði muninn fyrir Svisslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×