Fótbolti

San Marino svaraði Roy Keane

Írarnir gátu andað léttar þegar Ireland tryggði þeim sigur á San Marino í blálokin
Írarnir gátu andað léttar þegar Ireland tryggði þeim sigur á San Marino í blálokin AFP

Leikmenn San Marino hafa eflaust heyrt hvað Roy Keane sagði um lið þeirra í dag því liðið reyndist Írum erfiður ljár í þúfu í undankeppni EM og tapaði naumlega 2-1 á heimavelli sínum, þar sem írska liðið stal sigrinum með marki þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Roy Keane, fyrrum fyrirliði Íra og Manchester United, lét hafa það eftir sér í dag að lið San Marino væri grín og ætti ekki að verða Írunum nokkur fyrirstaða. Annað átti eftir að koma á daginn og írska liðið náði ekki að brjóta ísinn fyrr en á 49. mínútu þegar Kevin Kilbane skoraði gott mark.

Heimamenn náðu þó að jafna leikinn á 87. mínútu eftir klaufagang í vörn Íra og var þetta fyrsta mark smáliðsins í undankeppni EM, en það hafði fengið á sig ein 25 í aðeins þremur leikjum. Írarnir tóku sig saman í andlitinu og var vallarklukkan komin hátt í fimm mínútur yfir venjulegan leiktíma þegar Stephen Ireland náði að tryggja írska liðinu sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×