Fótbolti

Bæði lið þurfa á sigri að halda í kvöld

Englendingar og Spánverjar mætast í vináttuleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20. Bæði lið hafa verið í erfiðleikum í undankeppni EM í síðustu leikjum og þurfa því nauðsynlega að hrista af sér slenið í kvöld.

Englendingar fengu aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjum sínum í E-riðlinum í undankeppninni og misstu af toppsætinu en Spánverjar hafa verið afleitir og eru aðeins í fimta sæti í F-riðlinum þar sem eini sigur liðsins kom gegn Liechtenstein.

Markvörðurinn Ben Foster frá Manchester United spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld hefur fengið sæti í byrjunarliðinu. Jonathan Woodgate stendur í hjarta varnarinnar ásamt fyrrum félaga sínum Rio Ferdinand frá Leeds. Phil Neville spilar stöðu vinstri bakvarðar og bróðir hans Gary verður hægri bakvörður.

Kieron Dyer, Michael Carrick, Frank Lampard, Shaun Wright Phillipsog Steven Gerrard verða á fimm manna miðju og Peter Crouch hjá Liverpool veður einn í framlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×