Fótbolti

Roy Keane: Lið San Marino er skelfilegt

NordicPhotos/GettyImages

Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum leikmaður írska landsliðsins, blæs á þær klisjur að enginn leikur sé léttur í fótbolta. Írar mæta liði San Mario í undankeppni EM í kvöld og Keane hefur sínar skoðanir á leiknum. "Menn segja að enginn leikur í fótbolta sé auðveldur, en lið San Marino er skelfilegt og írska liðið á að vinna auðveldan stórsigur í kvöld," sagði Keane.

Aðeins 30.000 manns búa í San Marino og heimavöllur liðsins tekur aðeins 5.000 manns í sæti. Nokkrir leikir liðsins hafa því farið fram á Ítalíu. Liðið hefur fengið á sig 25 mörk og ekki skorað eitt einasta í fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni og því er ef til vill eðlilegt að Keane fari fram á sigur Íra í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×