Fyrsta tap Brassa undir stjórn Dunga 7. febrúar 2007 01:51 Tvö mörk á lokamínútunum tryggðu að Luiz Scolari hefur enn ekki tapað æfingaleik á þjálfaraferlinum NordicPhotos/GettyImages Brasilíumenn uppskáru sinn fyrsta ósigur í þjálfaratíð Dunga í gærkvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Portúgölum í vináttuleik á Emirates Stadium í Lundúnum. Varamaðurinn Simao Sambrosa og varnarmaðurinn Ricardo Carvalho frá Chelsea tryggðu Portúgölum sigurinn með tveimur mörkum á síðustu átta mínútum leiksins. Brassarnir voru mikið sprækari í fyrri hálfleiknum og gerðu sig líklegri til að sigra, en lærisveinar Luiz Scolari nýttu færi sín vel í lokin og tryggðu þjálfara sínum þann ótrúlega árangur að vera enn taplausan í vináttuleik á ferlinum. Scolari gerði lítið úr því að leggja landa sína að velli í æfingaleik, en sagði sigurinn gera mikið fyrir sjálfstraust Portúgala sem ætla sér stóra hluti á EM 2008, en hann gerði Cristiano Ronaldo að fyrirliða í leiknum í gær og sagði það hafa verið eina af hinstu óskum aðstoðarforseta portúgalska knattspyrnusambandsins sem lést á dögunum. "Ég á ekki von á því að landar mínir erfi þetta við mig þó annað hefði líklega verið uppi á teningnum ef um alvöruleik hefði verið að ræða," sagði Scolari. "Það voru tvö leikin og skemmtileg lið sem mættust hér í kvöld og ég vona að við höfum skemmt Englendingunum í stúkunni vel," bætti hann við, en bæði Alex Ferguson og Arsene Wenger voru t.a.m. á meðal áhorfenda á Emirates í gær. "Við vissum vel að Portúgalar yrðu erfiðir og hættulegir. Við hefðum átt að byggja þetta meira upp á kantspili, því það er svo hættulegt að keyra í gegn um miðjuna því þá áttu frekar á hættu að fá á þig skyndisóknir. Við verðum bara að læra af þessu tapi og ég tek ábyrgðina á því sem þjálfari liðsins," sagði Dunga, þjálfari Brassa. Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Brasilíumenn uppskáru sinn fyrsta ósigur í þjálfaratíð Dunga í gærkvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Portúgölum í vináttuleik á Emirates Stadium í Lundúnum. Varamaðurinn Simao Sambrosa og varnarmaðurinn Ricardo Carvalho frá Chelsea tryggðu Portúgölum sigurinn með tveimur mörkum á síðustu átta mínútum leiksins. Brassarnir voru mikið sprækari í fyrri hálfleiknum og gerðu sig líklegri til að sigra, en lærisveinar Luiz Scolari nýttu færi sín vel í lokin og tryggðu þjálfara sínum þann ótrúlega árangur að vera enn taplausan í vináttuleik á ferlinum. Scolari gerði lítið úr því að leggja landa sína að velli í æfingaleik, en sagði sigurinn gera mikið fyrir sjálfstraust Portúgala sem ætla sér stóra hluti á EM 2008, en hann gerði Cristiano Ronaldo að fyrirliða í leiknum í gær og sagði það hafa verið eina af hinstu óskum aðstoðarforseta portúgalska knattspyrnusambandsins sem lést á dögunum. "Ég á ekki von á því að landar mínir erfi þetta við mig þó annað hefði líklega verið uppi á teningnum ef um alvöruleik hefði verið að ræða," sagði Scolari. "Það voru tvö leikin og skemmtileg lið sem mættust hér í kvöld og ég vona að við höfum skemmt Englendingunum í stúkunni vel," bætti hann við, en bæði Alex Ferguson og Arsene Wenger voru t.a.m. á meðal áhorfenda á Emirates í gær. "Við vissum vel að Portúgalar yrðu erfiðir og hættulegir. Við hefðum átt að byggja þetta meira upp á kantspili, því það er svo hættulegt að keyra í gegn um miðjuna því þá áttu frekar á hættu að fá á þig skyndisóknir. Við verðum bara að læra af þessu tapi og ég tek ábyrgðina á því sem þjálfari liðsins," sagði Dunga, þjálfari Brassa.
Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira