Fótbolti

Kanar kaupa Liverpool

Bandarísku auðjöfrarnir George Gillett og Tom Hicks eru að kaupa enska knattspyrnuliðið Liverpool. Stjórn Liverpool samþykkti í dag yfirtökutilboð upp á 174 milljónir punda. Gillett á fyrir íshokkíliðið Montreal Canadiens en Hicks á íshokkíliðið Dallas Stars. Þeir borguðu fimmþúsund pund á hlut og yfirtóku skuldir fyrir 45 milljónir punda. Heildarverðmæti samningsins er því 219 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×