Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár 31. janúar 2007 18:45 Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Fréttastofa hefur undir höndum staðfestingu á því að ríkisstjórn var fullkunnugt um fjármálaóreiðuna í Byrginu. Þetta minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn á vormánuðum árið 2003. Trúnaður hvílir á plagginu. Þar eru engin undanbrögð. Í minnisblaðinu stendur að rekstur Byrgisins sé slæmur, fjármálastjórn í molum, skammtímaskuldir miklar og vegna bókhaldsóreiðu sé erfitt að henda reiður á fjárhagslegum málefnum. Það verður æ ljósar í þessu Byrgismáli að þær eru orðnar ansi margar viðvörunarbjöllurnar sem klingt hafa í eyrum þeirra sem deila út almannafé. Í fyrsta lagi: Kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins, gerð fyrir Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í öðru lagi: Skýrsla vinnuhóps þriggja aðstoðarmanna utanríkis-, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, sama ár. Í þriðja lagi: Minnisblaðið um bókhaldsóreiðuna sem lagt var fyrir ríkisstjórn vorið 2003. Í fjórða lagi: Byrgið varð gjaldþrota árið 2003. Þetta var yfirvöldum fullkunnugt um eins og fram kemur í tölvupósti frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra í febrúar það ár, en þar segir: "... þar sem vitað er að fjármagn það sem er á fjárlögum verður að fara í gjaldþrotið þá liggur fyrir að þeir þurfa fjármagn í hinn daglega rekstur ..." Ríkisendurskoðun leyfði að framlag til Byrgisins færi á nýja kennitölu - færi það sannanlega til rekstrarins. Tölvupóstur þáverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra sýnir svo ekki verði um villst að vitað var að ríkisframlag fór í gjaldþrotið. Þá greiddi Reykjavíkurborg líka styrki inn á tvær kennitölur. Í fimmta lagi: Byrgið hefur frá árinu 2003 einungis skilað einum - ófullnægjandi - ársreikningi til ríkisskattstjóra. Í sjötta lagi: 16. janúar 2003 sendi geðlæknir á höfuðborgarsvæðinu bréf til Landlæknisembættisins þar sem hann segir frá því að þrjár konur séu óléttar í Byrginu og að barnsfeðurnir muni vera starfsmenn staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir segir þetta mál allt klúður frá upphafi til enda og nú flýi allir undan ábyrgð. Hún segir það ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd sem hafi ákveðið framlög til Byrgisins allt frá 2002. Síðan þá hafi ríkisstjórnin, í stað þess að senda málið til Ríkisendurskoðunar, ausið áfram fé í Byrgið. Síðustu fimm ár hefur borgin styrkt Byrgið um tæpar 18 milljónir króna, meðal annars á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri. Í ræðu um síðustu helgi sagði hún að stjórnvöld hefðu brugðist í eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Aðspurð hvort Ingibjörg Sólrún beri ekki líka ábyrgð, svarar Jóhanna, að hún hafi ekki vitað af skýrslunni um bókhaldsóreiðuna.Í febrúar 2003 sendir Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og núverandi formaður fjárlaganefndar, tölvupóst. Þar grillir líklega í kjarnann í þessari hörmungarsögu um fíkla í Byrginu og andvaraleysi yfirvalda."Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfælt hærri en nú er áætlað." Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Fréttastofa hefur undir höndum staðfestingu á því að ríkisstjórn var fullkunnugt um fjármálaóreiðuna í Byrginu. Þetta minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn á vormánuðum árið 2003. Trúnaður hvílir á plagginu. Þar eru engin undanbrögð. Í minnisblaðinu stendur að rekstur Byrgisins sé slæmur, fjármálastjórn í molum, skammtímaskuldir miklar og vegna bókhaldsóreiðu sé erfitt að henda reiður á fjárhagslegum málefnum. Það verður æ ljósar í þessu Byrgismáli að þær eru orðnar ansi margar viðvörunarbjöllurnar sem klingt hafa í eyrum þeirra sem deila út almannafé. Í fyrsta lagi: Kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins, gerð fyrir Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í öðru lagi: Skýrsla vinnuhóps þriggja aðstoðarmanna utanríkis-, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, sama ár. Í þriðja lagi: Minnisblaðið um bókhaldsóreiðuna sem lagt var fyrir ríkisstjórn vorið 2003. Í fjórða lagi: Byrgið varð gjaldþrota árið 2003. Þetta var yfirvöldum fullkunnugt um eins og fram kemur í tölvupósti frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra í febrúar það ár, en þar segir: "... þar sem vitað er að fjármagn það sem er á fjárlögum verður að fara í gjaldþrotið þá liggur fyrir að þeir þurfa fjármagn í hinn daglega rekstur ..." Ríkisendurskoðun leyfði að framlag til Byrgisins færi á nýja kennitölu - færi það sannanlega til rekstrarins. Tölvupóstur þáverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra sýnir svo ekki verði um villst að vitað var að ríkisframlag fór í gjaldþrotið. Þá greiddi Reykjavíkurborg líka styrki inn á tvær kennitölur. Í fimmta lagi: Byrgið hefur frá árinu 2003 einungis skilað einum - ófullnægjandi - ársreikningi til ríkisskattstjóra. Í sjötta lagi: 16. janúar 2003 sendi geðlæknir á höfuðborgarsvæðinu bréf til Landlæknisembættisins þar sem hann segir frá því að þrjár konur séu óléttar í Byrginu og að barnsfeðurnir muni vera starfsmenn staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir segir þetta mál allt klúður frá upphafi til enda og nú flýi allir undan ábyrgð. Hún segir það ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd sem hafi ákveðið framlög til Byrgisins allt frá 2002. Síðan þá hafi ríkisstjórnin, í stað þess að senda málið til Ríkisendurskoðunar, ausið áfram fé í Byrgið. Síðustu fimm ár hefur borgin styrkt Byrgið um tæpar 18 milljónir króna, meðal annars á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri. Í ræðu um síðustu helgi sagði hún að stjórnvöld hefðu brugðist í eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Aðspurð hvort Ingibjörg Sólrún beri ekki líka ábyrgð, svarar Jóhanna, að hún hafi ekki vitað af skýrslunni um bókhaldsóreiðuna.Í febrúar 2003 sendir Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og núverandi formaður fjárlaganefndar, tölvupóst. Þar grillir líklega í kjarnann í þessari hörmungarsögu um fíkla í Byrginu og andvaraleysi yfirvalda."Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfælt hærri en nú er áætlað."
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira