Innlent

Munnlegur málflutningur vegna frávísunarkröfu olíuforstjóra

Frá þingfestingu málsins 9. janúar.
Frá þingfestingu málsins 9. janúar. MYND/Stöð 2

Munnlegur málflutningur hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem tekin er fyrir krafa fyrrverandi og núverandi forstjóra stóru olíufélaganna þriggja um frávísun á ákæru á hendur þeim vegna samráðs olíufélaganna.

Frávísunarkrafan var lögð fram við þingfestingu málsins 9. janúar síðastliðinn. Ákæran á hendur þeim Kristni Björnssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Geir Magnússyni, fyrrverandi forstjóra Esso, og Einari Benediktssyni, núverandi forstjóra Olís, er í 27 liðum og lýtur meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um ákvörðun verðs á söluvörum, afslætti, álagningu og viðskiptakjörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×