Biður um meira svigrúm 24. janúar 2007 13:00 Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.Þótt þingheimur hafi fagnað George Bush í gær voru fagnaðarlætin mun lágstemmdari en undanfarin ár enda eru demókratar þar nú í meirihluta. Á stefnuræðu hans mátti líka greina að þar færi forseti sem skammt ætti eftir í embætti því fátt kom þar beinlínis á óvart. Það voru einna helst orkumálin sem vöktu athygli.Í ræðunni kynnti Bush áætlun sem miðar að því að minnka olíunotkun um fimmtung á næstu tíu árum og leggja þeim mun meiri áherslu á þróun og framleiðslu nýrra orkugjafa, sérstaklega etanóls. Kvaðst forsetinn ætla að fara fram á 250 milljarða króna fjárveitingu frá þinginu næsta áratuginn til þessara mála. Þessi stefnubreyting er tæpast vegna áhuga repúblikana á umhverfismálum heldur ráða pólitískar aðstæður sjálfsagt hér mestu. Bandaríkin eru einhverjir mestu olíuinnflytjendur í heimi og megnið af þeirri olíu kemur frá Venesúela og Mið-Austurlöndum þar sem Bandaríkin eiga fáa vini.Bush kom annars víða við í ræðunni, hann ræddi meðal annars málefni innflytjenda og endurbætur á heilbrigðiskerfi landisns. Írak var hins vegar sá einstaki þáttur sem stærstur hluti þessarar 53 mínútu löngu ræðu fjallaði um. Forsetinn útskýrði nýjar áherslur ríkisstjórnar sinnar í stríðsrekstrinum, meðal annars að senda aukaherlið til landsins, og bað þjóðina um að gefa sér tíma til að sýna fram á að þær myndu skila árangri. Þótt útlitið væri dökkt væri ennþá tími til að snúa taflinu sér í vil.Skoðanakannanir benda hins vegar til að þolinmæði þjóðarinnar sé á þrotum, flestar benda þær til að Bush sé óvinsælasti forseti síðustu 50 ára, ef undan er skilinn Richard Nixon vikurnar fyrir afsögn sínaþ Erlent Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.Þótt þingheimur hafi fagnað George Bush í gær voru fagnaðarlætin mun lágstemmdari en undanfarin ár enda eru demókratar þar nú í meirihluta. Á stefnuræðu hans mátti líka greina að þar færi forseti sem skammt ætti eftir í embætti því fátt kom þar beinlínis á óvart. Það voru einna helst orkumálin sem vöktu athygli.Í ræðunni kynnti Bush áætlun sem miðar að því að minnka olíunotkun um fimmtung á næstu tíu árum og leggja þeim mun meiri áherslu á þróun og framleiðslu nýrra orkugjafa, sérstaklega etanóls. Kvaðst forsetinn ætla að fara fram á 250 milljarða króna fjárveitingu frá þinginu næsta áratuginn til þessara mála. Þessi stefnubreyting er tæpast vegna áhuga repúblikana á umhverfismálum heldur ráða pólitískar aðstæður sjálfsagt hér mestu. Bandaríkin eru einhverjir mestu olíuinnflytjendur í heimi og megnið af þeirri olíu kemur frá Venesúela og Mið-Austurlöndum þar sem Bandaríkin eiga fáa vini.Bush kom annars víða við í ræðunni, hann ræddi meðal annars málefni innflytjenda og endurbætur á heilbrigðiskerfi landisns. Írak var hins vegar sá einstaki þáttur sem stærstur hluti þessarar 53 mínútu löngu ræðu fjallaði um. Forsetinn útskýrði nýjar áherslur ríkisstjórnar sinnar í stríðsrekstrinum, meðal annars að senda aukaherlið til landsins, og bað þjóðina um að gefa sér tíma til að sýna fram á að þær myndu skila árangri. Þótt útlitið væri dökkt væri ennþá tími til að snúa taflinu sér í vil.Skoðanakannanir benda hins vegar til að þolinmæði þjóðarinnar sé á þrotum, flestar benda þær til að Bush sé óvinsælasti forseti síðustu 50 ára, ef undan er skilinn Richard Nixon vikurnar fyrir afsögn sínaþ
Erlent Fréttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila