Innlent

Dæmdur í gæsluvarðhald vegna íkveikju í Þorlákshöfn

Parhúsið í Norðurbyggð 18 í Þorlákshöfn sem brann
Parhúsið í Norðurbyggð 18 í Þorlákshöfn sem brann MYND/Stöð 2
Úrskurður um tveggja vikna gæsluvarðhald var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í dag yfir tæplega þrítugum manni vegna rannsóknar á meintu innbroti og íkveikju í íbúðarhúsi í Þorlákshöfn í gærmorgun. Maður inn var handtekinn í gær þar sem hann reyndi að nota greiðslukort sem stolið var úr húsinu í viðskiptum í Reykjavík.

Í tengslum við málið var gerð húsleit á tveimur stöðum, annarsvegar í Þorlákshöfn og hinsvegar í Reykjavík og fannst þýfi úr húsinu við leit á öðrum staðnum. Þar býr unnusta þess sem þegar hefur verið úrskurðaður í gæslu. Hún er í haldi lögreglu og verður gerð krafa um gæsluvarðhald yfir henni sem og þriðja manninum sem einnig er í haldi lögreglu og grunaður er um aðild að málinu. 17 ára stúlku og tvítugum karlmanni sem handtekin voru í þágu rannsóknar málsins hefur verið sleppt.

Lögreglu grunar að kveikt hafi verið í mannlausri íbúð í parhúsi að Norðurbyggð 18A í Þorlákshöfn snemma í gærmorgun. Mikill eldur var í íbúðinni þegar slökkvilið kom á staðin en kona sem bjó í hinum enda hússins, ásamt tveimur börnum sínum, bjargaðist út rétt áður en eldsprenging varð í nágrannaíbúðinni. Maður sem bjó í næsta húsi vaknaði við reykjalykt og vakti konuna og börnin. Lögreglan í Árnessýslu, í samvinnu við lögreglu Höfuðborgarsvæðisins, handtók fimm menn í tenglsum við þessa meintu íkveikju.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.