Innlent

Stálu tómum gosdrykkjaumbúðum

MYND/Róbert

Áfengi, greiðslukort og tómar gosdrykkjaumbúðir voru meðal þess stolið var á ýmsum stöðum í borginni í gær. Áfengi var stolið úr samkomuhúsi í miðborginni og þar skammt frá hvarf hjól úr bílageymslu.

Þjófar voru líka á kreiki í austurborginni en greiðslukortum og símum var stolið úr einu fyrirtæki og í öðru fyrirtæki hirtu óprúttnir aðilar tómar gosdrykkjaumbúðir. Í austurborginni voru unnar skemmdir á leiksvæði barna en þar voru veggjakrotarar að verki. Skilti var skemmt í Grafarholti og í Breiðholti var brotin rúða í bíl. Þá voru unnar skemmdir á hurð fyrirtækis í Grafarvogi að sögn lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×