Gen tengt Alzheimers 15. janúar 2007 18:45 Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindaritinu Nature Genetics. Vísindamennirnir tengja sjúkdóminn við svokallað SORL1 gen. Það framleiðir prótein sem kann að eiga þátt í að eyða efnum sem hlaðast upp og kunna að skaða heilann. Niðurstöðurnar sýna að fólk sem þjáist af Alzheimers-sjúkdómnum sé með minna af þessu próteini í blóði sínu. Ein útgáfa af SORL1 geninu sé því til staðar í líkama þessa fólks og það framleiði ekki nógu mikið af umræddu próteini. Lindsay Farrer, erfðafræðingur við Boston-háskóla segir að með þessari rannsókn sé fyrst verið að tengja breytingar innan gensins við hættuna á að fá Alzheimers-sjúkdóminn. Flest tilfelli Alzheimers-sjúkdómsins greinast ekki fyrr en í fyrsta lagi við sextíu og fimm ára aldur. Niðurstöðurnar sem nú eru kynntar virðast beina athyglinni að öðrum áhrifaþáttum en hingað til. Sam Gandy, læknir hjá bandarísku Alzheimers-samtökunum, segir að nú verði reynt að þróa lyf sem fjölgi tilvikum þessa tiltekna afbrigðis SORL1 gena í líkama þeirra sem það skorti. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningardeild Landakots, hefur unnið að genarannsóknum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu síðustu átta árin. Hann segir langt í land að þessi uppgötun leiði til haldbærrar meðferðar og óvíst hvort hún geri það. Það sem komi fram í rannsókninni sé hins vegar athyglisvert. Þarna sé geninu lýst en það taki þátt í ákveðnu ferli sem hafi verið þekkt lengi og talið að skipti verulegu máli vegna þessa sjúkdóms. Þetta sé því vonandi góður áfangi á löngu ferli. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindaritinu Nature Genetics. Vísindamennirnir tengja sjúkdóminn við svokallað SORL1 gen. Það framleiðir prótein sem kann að eiga þátt í að eyða efnum sem hlaðast upp og kunna að skaða heilann. Niðurstöðurnar sýna að fólk sem þjáist af Alzheimers-sjúkdómnum sé með minna af þessu próteini í blóði sínu. Ein útgáfa af SORL1 geninu sé því til staðar í líkama þessa fólks og það framleiði ekki nógu mikið af umræddu próteini. Lindsay Farrer, erfðafræðingur við Boston-háskóla segir að með þessari rannsókn sé fyrst verið að tengja breytingar innan gensins við hættuna á að fá Alzheimers-sjúkdóminn. Flest tilfelli Alzheimers-sjúkdómsins greinast ekki fyrr en í fyrsta lagi við sextíu og fimm ára aldur. Niðurstöðurnar sem nú eru kynntar virðast beina athyglinni að öðrum áhrifaþáttum en hingað til. Sam Gandy, læknir hjá bandarísku Alzheimers-samtökunum, segir að nú verði reynt að þróa lyf sem fjölgi tilvikum þessa tiltekna afbrigðis SORL1 gena í líkama þeirra sem það skorti. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningardeild Landakots, hefur unnið að genarannsóknum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu síðustu átta árin. Hann segir langt í land að þessi uppgötun leiði til haldbærrar meðferðar og óvíst hvort hún geri það. Það sem komi fram í rannsókninni sé hins vegar athyglisvert. Þarna sé geninu lýst en það taki þátt í ákveðnu ferli sem hafi verið þekkt lengi og talið að skipti verulegu máli vegna þessa sjúkdóms. Þetta sé því vonandi góður áfangi á löngu ferli.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira