Ruddust inn á ræðismannsskrifstofurnar 11. janúar 2007 18:45 Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag. George Bush Bandaríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. 130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.Eins og til að leggja áherslu á þessi orð hennar réðist bandarísk herdeild inn á ræðismannsskrifstofu Írans í bænum Irbil í kúrdíska hluta Íraks. Fimm voru handteknir, grunaðir um að styrkja uppreisnarhópa í landinu. Kúrdísk stjórnvöld hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja þær brot á alþjóðalögum.Viðbrögð demókrata við þessum tillögum forsetans hafa heldur ekki látið á sér standa. Þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni hyggjast neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Bandaríska ríkisstjórnin ætlar að fjölga í herliði sínu í Írak um rösklega tuttugu þúsund manns á næstu vikum í þeirri von að þar með dragi úr ofbeldinu í landinu. Hersveitir Bandaríkjamanna réðust inn í ræðismannsskrifstofur Írans í bænum Irbil í Norður-Írak í dag. George Bush Bandaríkjaforseti flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. 130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.130.000 manna herlið Bandaríkjanna virðist ekki fá neitt við ráðið í skálmöldinni í Írak heldur virðist það frekar vera orðið hluti af vandanum en lausn á honum. Því hafa áhrifamenn á borð við John Abizaid, fráfarandi hershöfðingja í Írak, varað við fjölgun hermanna þar sem slíkar ráðstafanir gera írösk stjórnvöld enn háðari Bandaríkjunum. Við þessum ráðleggingum ætlar Bush að skella skollaeyrum og fjölga hermönnum sínum í Írak um rösklega tuttugu þúsund. Þorri viðbótarliðsins fer til Bagdad, meðal annars til að berjast við sveitir sjíaklerksins Muqtada al-Sadr, en hluti þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágrannana í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Condoleezza Rice utanríkisráðherra sendi þeim tóninn á blaðamannafundi með Robert Gates landvarnaráðherra í dag.Eins og til að leggja áherslu á þessi orð hennar réðist bandarísk herdeild inn á ræðismannsskrifstofu Írans í bænum Irbil í kúrdíska hluta Íraks. Fimm voru handteknir, grunaðir um að styrkja uppreisnarhópa í landinu. Kúrdísk stjórnvöld hafa fordæmt þessar aðgerðir og segja þær brot á alþjóðalögum.Viðbrögð demókrata við þessum tillögum forsetans hafa heldur ekki látið á sér standa. Þingmenn þeirra í fulltrúadeildinni hyggjast neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar.
Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira