Fótbolti

Koma David Beckham gríðarlega þýðingarmikil

Don Garber sparar ekki stóru orðin þegar kemur að væntanlegri komu David Beckham til Bandaríkjanna
Don Garber sparar ekki stóru orðin þegar kemur að væntanlegri komu David Beckham til Bandaríkjanna NordicPhotos/GettyImages

Don Garber, forseti bandarísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu, segir ekki hægt að mæla mikilvægi þess að David Beckham muni spila í deildinni á næstu leiktíð. Hann segir þetta stórt skref í framþróun deildarinnar og knattspyrnu í Bandaríkjunum í heild.

"Það að David Beckham sé að koma í MLS deildina gæti í augum sumra verið mikilvægasti atburður í sögu knattspyrnu í landinu - og kannski mikilvægasti atburður í sögu atvinnuíþrótta í landinu. David er auðvitað eitt mest áberandi nafnið í knattspyrnuheiminum og einn þekktasti íþróttamaður í heiminum og því er fólk vitanlega spennt að hann skuli vera að koma hingað til að ljúka ferlinum," sagði Garber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×