Erlent

Segjast hafa fellt 150 talibana

Kanadískir hermenn í Kandahar-héraði í Afganistan.
Kanadískir hermenn í Kandahar-héraði í Afganistan. MYND/AP

Atlantshafsbandalagið greindi frá því í dag að hermenn bandalagsins og afganski herinn hefðu fellt hátt í 150 uppreisnarmenn úr röðum talibana í austurhluta Afganistans.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá NATO sem vitnað er til á vef BBC hefðu uppreisnarmennirnir komið frá Pakistan en herir NATO og Afganistan beitt stórskotaliði og lofthernaði gegn þeim.

Afganska varnarmálaráðuneytið sagði hins vegar að um 80 uppreisnarmenn hefðu fallið í baradaganum og þá er haft eftir yfirmanni í afganska hernum að aðeins fimmtíu menn hefðu fallið. Ekki hafa fengist skýringar á því hvers vegna svo mikið ber í milli hjá aðilunum þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×