Innlent

Sá á bak þjófnum með fartölvuna

MYND/Róbert

Lögreglan í Reykjavík leitar nú manns sem braust inn í íbúð á Leifsgötu í dag og hafði á brott með sér fartölvu ásamt greiðslukorti, vegabréfi og ökuskírteini konu sem býr íbúðinni. Konan kom heim í dag og tók þá eftir því að búið var að losa stormjárn á glugga í íbúðinni. Þegar hún leit út um gluggann sá hún á bak þjófnum með fartölvuna í fanginu.

Fartölvan er af gerðinni Powermac og var í rauðu fartölvuhulstri. Samkvæmt lýsingu er maðurinn á þrítugsaldri með stutt, dökkt hár. Hann var klæddur í svarta úlpu með hvítum loðkraga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×