Fótbolti

Eriksson í viðræðum við Marseille

Eriksson er sagður í viðræðum við Marseille
Eriksson er sagður í viðræðum við Marseille NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er nú í viðræðum við franska félagið Marseille um að taka við stöðu knattspyrnustjóra næsta sumar. Hann er auk þess í viðræðum við annað félagslið og eitt landslið.

Því er spáð að knattspyrnufélagið Marseille verði selt á næstu misserum og það er talið hindra að Svíinn geti gengið frá samningi við félagið strax. Eriksson hefur verið orðaður við gríðarlegan fjölda lands- og félagsliða að undanförnu m.a. landslið Suður-Afríku og Katar, auk þess sem lið eins og Marseille og Paris St Germain hafa verið nefnd til sögunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×