Innlent

Lögregla birtir myndir af árásarmönnum

Mynd úr öryggismyndavél sem lögregla sendi fjölmiðlum í dag
Mynd úr öryggismyndavél sem lögregla sendi fjölmiðlum í dag MYND/Lögregla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú þriggja manna vegna mjög alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík á nýársnótt og hefur birt myndir af þeim úr öryggismyndavél. Þremenningarnir eru grunaðir um að hafa ráðist á tvo menn á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti 4.

 

Báðir misstu meðvitund
Mynd úr öryggismyndavél sem lögregla sendi fjölmiðlum í dagMYND/Lögregla

Báðir mennirnir misstu meðvitund og annar þeirra höfuðkúpubrotnaði og liggur á sjúkrahúsi. Lögregla segir í tilkynningu að árásin virðist hafa verið algjörlega tilefnislaus en þeir sem fyrir henni urðu misstu báðir meðvitund. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður þá sem hafa vitneskju um árásarmennina að hafa samband í síma 444-1000.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×